Ástandsskoðun

Vandinn með tennur og munnheilsu er að oft finnum við ekki fyrir skaða eða sjúkdóm fyrr en hann er orðinn það stór eða alvarlegur að erfitt getur verið að laga hann eða meðhöndla á einfaldan hátt.  Þess vegna er mikilvægt að láta skoða tennur og munn vandlega til að meta stöðuna og fyrirbyggja frekari skaða.  Við bjóðum upp á ástandsskoðun fyrir fullorðna sem hafa ekki verið í reglulegu eftirliti hjá tannlækni í lengri tima.

Dentist working

Í ástandsskoðun felst:

Ekki er gert ráð fyrir að nein meðferð fari fram í tímanum.  Tannlæknirinn gefur sér góðan tíma til að útskýra niðurstöður skoðunarinnar, hugsanlega meðferðaráætlun og svara öllum þeim spurningum sem þér liggur á hjarta og vakna í samtalinu.

Athugið að stundum þarf frekari rannsókna við til að ákveða endanlega hvaða meðferð er mælt með í hverju tilviki, til dæmis þrívíddar röntgen eða álit frá sérfræðingi.

Stundum er einungis hægt að skipuleggja fyrsta fasa meðferðar áður en umfangsmeiri meðferð er ákveðin út frá niðurstöðu fyrsta fasans.

Af hverju ástandsskoðun?

Tilgangur ástandsskoðunar er að fá heildarmynd af munnheilsu þinni og meðferðarþörf.  Skoðunin hjálpar til við að finna sjúkdómsástand í tönnum, tannrótum, kjálkabeini eða munnslímhúð sem þú hefur ekki fundið fyrir eða fundið lítið fyrir.

Ástandskoðun getur einnig verið nauðsynleg áður en krabbameinsmeðferð eða önnur umfangsmikil læknismeðferð, svo sem liðskipti, fer fram.  Skoðunin getur komið í veg fyrir að sýkingar í tönnum eða kjálka hafi óæskileg áhrif á læknismeðferðina eða heilsu þína á meðan á henni stendur.

Í sumum tilfellum getur  ástandsskoðunar verið krafist vegna vinnu, til dæmis ef vinna fer fram langt frá aðgengilegri tannlæknaþjónustu eða ef starfið er þess eðlis að skyndileg einkenni tannvanda geti truflað frammistöðu í viðkvæmum störfum.

Hvað kostar ástandsskoðun?

Við erum með fast verð fyrir ástandsskoðun hjá ótryggðum sjúklingum.  Verðið getur þú séð í verðlistanum okkar.  

Þeir sem njóta niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum borga 25% af gjaldskrá Sjúkratrygginga.  Vegna samninga við Sjúkratryggingar er ekki um fast verð að ræða í þeim tilvikum heldur fer verðið eftir því gjaldliðir eru notaðir í hvert sinn.