Hrotur eru algengt vandamál og geta haft mikil áhrif á svefn og lífsgæði, bæði hjá þeim sem hrýtur og öðru heimilisfólki. Tannlæknirinn þinn getur hjálpað til með því að útbúa sérsmíðaðan hrotugóm sem opnar öndunarveginn og minnkar hrotur.
Allt að 40% fólks í iðnvæddum ríkjum hrýtur. Þegar vöðvar slakna í svefni þrengist öndunarvegurinn og það herðist á loftstraumi í efri öndunarvef. Þá myndast titringur í mjúkum vefjum og það er þessi titringur sem orsakar hrotuhljóðið. Hægt er að vinna á móti þessu með því að opna upp öndunarveginn. Léttar hrotur ógna ekki heilsu meðan kæfisvefn getur haft mjög slæmar afleiðingar.
Þú ert í meiri hættu á að hrjóta ef þú:
-Ert í ofþyngd. Öndunarvegur er oft þrengri hjá þeim sem eru þyngri.
-Ert aldraður, vöðvar slakna með auknum aldri
-Ert með stóra hálskirtla, stóran úf eða með miðnesskekkju sem þrengir öndunarveg
-Neytir áfengis eða svefnlyfja fyrir svefn eða ef þú reykir
-Sefur á bakinu
-Ert með kæfisvefn
Kæfisvefn er þegar endurtekin öndunarstopp verða í svefni yfir nóttina. Þetta ástand getur leitt til dagsyfju, minni einbeitingar og aukinnar hættu á hjarta og æðasjúkdómum. Yfirleitt henta hrotugómar ekki einstaklingum með alvarlegan kæfisvefn. Ef grunur leikur á kæfisvefni þarf að gera svefnrannsókn. Oft þurfa einstaklingar með alvarlegan kæfisvefn að fá svefnvél sem hjálpar þeim að halda öndunarveginum opnum yfir nóttina.
Hrotugómar henta einstaklingum sem eru með mildar til meðal miklar hrotur. Þeir geta einnig hentað þeim sem eru með vægan kæfisvefn.
Þú gætir verið með kæfisvefn ef þú:
-hrýtur þegar þú liggur á hliðinni
-hrýtur allar nætur
-Hrýtur mjög hátt
-Vaknar þreytt(ur)
-Vaknar með höfuðverk
-Átt erfitt með að einbeita þér
-Ert með skyndilega dagsyfju
-Hrýtur mjög hátt með hléum
-Færð öndunarhlé meðan þú sefur
Best er að gera svefnrannsókn áður en meðferð með hrotugóm er ákveðin. Þú gætir þurft frekari meðferð.
Hrotugómar henta ekki þeim sem eru með vandamál í kjálkaliðum eða þeim sem gnísta mikið tönnum. Tannlausir einstaklingar geta ekki notað hrotugóm.
Hrotugómur samanstendur af tveimur plastgómum, annar fer yfir efri góms tennur og hinn yfir neðri góms tennur. Á milli þeirra eru hjarir sem halda neðri gómnum á sínum stað eða ýtir honum aðeins fram þannig að hann fellur ekki aftur þegar þú sofnar. Þá helst öndunarvegurinn opinn og enginn titringur myndast og þar af leiðandi ekki hrotur. Hrotugómur er settur í munn fyrir svefn og tekinn niður að morgni.
Eftir að tannlæknir hefur metið það svo að hrotugómur geti gagnast þér eru efri og neðri gómur skannaðir í þrívíddarskanna ásamt samanbiti þínu. Þessar upplýsingar eru svo sendar á tannsmíðaverkstæði þar sem hrotugómurinn er útbúinn. Þegar hann er tilbúinn kemur þú aftur til tannlæknisins sem mátar góminn og lagar hann til ef þarf. Þegar allt passar færð þú góminn með þér heim og byrjar að nota hann.
Hrotugómar minnka hrotur hjá yfir 80% notenda. Einnig geta þeir minnkað öndunarstopp verulega hjá einstaklingum með vægan kæfisvefn.
Gómurinn getur valdið vægri spennu í tönnum til að byrja með en það hverfur oftast mjög fljótt.
Eftir nóttina, þegar gómurinn er tekinn niður, er bittilfinningin oft undarleg og neðri gómur virðist ekki réttur. Þetta er eðlilegt og hefur engar afleiðingar til lengri tíma.
Í byrjun getur munnvatnsflæði aukist töluvert en það lagast með tímanum.
Ef notandi verður var við að tennur færist úr stað eða skekkist við notkun á gómnum er ráðlagt að hafa strax samband við tannlækninn.
Taktu góminn ávallt með þér þegar þú ferð til tannlæknis. Tannlæknirinn skoðar góminn þegar þú kemur í reglulegt eftirlit og stundum þarf að aðlaga góminn að nýjum viðgerðum á tönnum.
Verð á hrotugóm getur þú séð í verðlistanum okkar. Hrotugómar eru ekki endurgreiddir af sjúktryggingum nema að undangenginni svefnrannsókn þar sem mælt hefur verið með þessu úrræði.
Okkur hjá Tannlæknaþjónustunni langar að hjálpa þér að bæta svefngæði og tannheilsu. Ef þú heldur að hrotugómur geti verið lausnin fyrir þig ertu velkomin(n) að panta tíma hjá okkur. Því fylgir engin skuldbinding um meðferð. Við hlökkum til að aðstoða þig!