Tannplantar

Tannplanti, eða implant eins og það er stundum kallað, er skrúfa úr títaníum málmi sem kemur í stað tannrótar eða er notað sem festa fyrir stærri tanngervi svo sem heilgóma eða brýr. Tannplantar eru algeng lausn við tannvöntun hvort sem um er að ræða eitt tannbil eða stærri tannlaus svæði.

Illustration of a tooth being implanted.

Tannplantar

Tannplanti, eða implant eins og það er stundum kallað, er skrúfa úr títaníum málmi sem kemur í stað tannrótar eða er notað sem festa fyrir stærri tanngervi svo sem heilgóma eða brýr.

Ef þig vantar eina eða fleiri tennur getur tannlæknirinn þinn komið tannplanta fyrir í kjálkabeininu með skurðaðgerð.  Beinið grær að tannplantanum með tímanum svo hann verður mjög fastur í beininu og myndar hald fyrir einstaka tannkrónu eða stærri tanngervi sem eru skrúfuð ofan á tannplantana.

Tannplantar henta fyrir stök tannlaus bil eða stærri tannlaus svæði.  Einnig er hægt að nota tannplanta til halda uppi fastri heilbrú hjá tannlausum einstaklingum.  Tannplanta er líka hægt að nota til að koma fyrir smellum undir gervitönnum til að auka festu þeirra.

Hvaða kosti hafa tannplantar?

Hvenær er þörf fyrir tannplanta?

Tannlæknirinn þinn kann að mæla með tannplöntum ef 

Geta allir fengið tannplanta?

Flestir með eðlilegt og gott kjálkabein geta fengið tannplanta ef almenn heilsa leyfir.  Tannlæknirinn spyr þig um  heilsufarssögu, lyfjainntöku, undirliggjandi sjúkdóma og ofnæmi til að geta metið hvort skynsamlegt sé að setja tannplanta.

Taka þarf röntgenmyndir til að meta beinmagn og gæði auk þess sem huga þarf sérstaklega að aðliggjandi  taugum, æðum og kinnholi.  Færst hefur í aukana að taka þrívíddarmyndir til að meta svæðið á nákvæmari hátt.

Stundum þarf að gera beinaukandi aðgerðir til að plantinn komist fyrir, það er þá annaðhvort í sömu aðgerð eða sem undirbúningsaðgerð fyrir tannplanta.

Hversu lengi dugir tannplanti?

Ending tannplanta í munni er háð munnheilsu og hversu vel þú sinnir munnhirðu þinni.  Almennt séð endast tannplantar mjög lengi, jafnvel allt lífið.  Engin önnur meðferð við tannleysi hefur slíka endingu.  Smíðin sem er á tannplantanum getur slitnað og þarfnast endurnýjunar þótt tannplantinn sjálfur dugi lengur.

Það eru nokkrir þættir umfram aðra sem geta haft neikvæð áhrif á endingu tannplantans.  Þeir miklvægustu eru:

-Léleg tannhirða

-Reykingar

-Léleg gæði kjálkabeins sem plantinn situr í 

-Lélegt ónæmiskerfi og sumir undirliggjandi sjúkdómar

-Tannhaldssjúkdómar.  Tannplantar geta, eins og tennur, tapast ef beineyðing verður í kringum þá að völdum tannhaldssjúkdóms.  Það er mjög mikilvægt að meðhöndla tannhaldssjúkdóma áður en tannplanti er settur í munn.

Hvernig undirbý ég mig fyrir tannplantaaðgerð?

Hvernig fer meðferðin fram?

Tannplantaaðgerð er algeng meðferð sem fer fram á tannlæknastofu í staðdeyfingu.  Ferlið frá því að tannplantanum er komið fyrir og þangað til endanleg króna eða brú er fest á hann getur tekið nokkra mánuði þar sem beinið þarf að gróa að plantanum.

Við hverju má ég búast eftir aðgerðina?

Það er eðlilegt að finna fyrir verkjum fyrstu dagana eftir aðgerð.  Oft þarf að taka vægar verkjatöflur fyrstu 1-2 dagana, stundum lengur eftir atvikum.   Svæðið getur bólgnað aðeins fyrst um sinn og einnig getur verið smávægileg blæðing fyrsta sólarhringinn.

Hafi beinaukandi aðgerð verið gerð um leið og tannplantinn var settur er aukin hætta á bólgu og verkjum.  Tannlæknirinn þinn lætur þig vita hvað á við um þig og þína aðgerð.

Til að stuðla að sem bestum árangri og græðslu er ráðlegt að:

Hafðu samband við tannlækninn þinn ef:

Utan opnunartíma má hafa beint samband við tannlækninn sem gerði aðgerðina í gsm síma eða með email.

Get ég fengið bráðabirgðalausn meðan plantinn er að gróa?

Áhersla á bráðabirgðalausn fer að stórum hluta eftir því hvar í munni tannleysið er.  Stundum er tönn dregin um leið og plantanum er komið fyrir í sama stæði. Í slíkum tilfellum er reynt að gera bráðabirgðatönn í sama tíma enda oft um framtennur að ræða.   Sé það ekki unnt er útbúinn lítill gómur með tönn sem má nota fljótlega eftir aðgerðina.  Ef þú ert með gervitennur þarft þú stundum að leggja þær til hliðar í nokkra daga eftir aðgerð.  Tannlæknirinn þinn metur hvert tilfelli og ræðir það fyrirfram svo þú vitir við hverju er að búast. 

Hvað kostar tannplanti?  

Verð á tannplantameðferð skiptist í 2 hluta, það er sjálfur tannplantinn og aðgerðin til að koma honum fyrir, og svo smíðin sem kemur ofan á . Dæmi um kostnað getur þú séð í verðlistanum okkar.  Skoðun, röntgenmyndataka og aðrar rannsóknir sem þurfa að fara fram áður en aðgerð er gerð er ekki innifalið.  Deyfing, eftirskoðun og saumataka er innifalið í verði aðgerðar.

Sjúkratryggingar veita öldruðum og öryrkjum styrk upp í tannplantameðferð.  Hlutfall styrksins fer eftir umfangi og eðli meðferðarinnar.  Einnig er hægt að sækja um styrki þegar setja þarf tannplanta vegna meðfæddrar tannvöntunar eða slysa.

Heldur þú að tannplanti geti verið lausnin fyrir þig?

Okkur hjá Tannlæknaþjónustunni langar að hjálpa þér að bæta lífsgæði þín og útlit.  Ef þú heldur að tannplanti geti verið lausnin fyrir þig ertu velkomin(n) til okkar.  Við metum hvert tilfelli í heild sinni og ráðleggjum þér það sem við teljum best fyrir þig.  Skoðun er engin skuldbinding um meðferð.

Við notum einungis tannplanta frá viðkenndum framleiðanda sem er með útbreiddasta tannplantakerfi í heimi og er leiðandi á sínu sviði.  Þú ert í öruggum höndum hjá okkur.