Tannúrdráttur

Tannúrdráttur getur verið nauðsynlegur þegar tönn er skemmd, sýkt, laus eða veldur öðrum vandamálum. Hér útskýrum við helstu ástæður fyrir tannúrdrætti, hvað má búast við í aðgerðinni og hvernig best er að hlúa að sárinu eftir á.

Illustration of a bad tooth being removed.

Af hverju þarf að draga tennur?

Tannlæknirinn þinn metur í hverju tilfelli fyrir sig hver besta meðferðin er.  Til þess þarf hann að skoða og meta ástandið í munninum og taka röntgenmyndir.

Undirbúningur fyrir tannúrdrátt

-Áður en aðgerð er framkvæmd fer tannlæknir vandlega yfir heilsufarssögu þína og lyfjainntöku.  Ef tannlæknir mælir með sýklalyfjum fyrir aðgerð er mikilvægt að taka þau samkvæmt fyrirmælum.

-Tannúrdráttur er gerður í staðdeyfingu.  Ræddu við tannlækninn þinn ef þú hefur upplifað ónot við staðdeyfingu.

-Gott er að láta tannlækninn vita ef þú finnur fyrir miklum kvíða fyrir aðgerðinni.  Við getum gefið væg kvíðastillandi lyf ef þörf er á.

-Tannúrdráttur tekur venjulega um 20-40 mínútur en stundum þarf að gera skurðaðgerð til að ná allri tönninni úr.  Þá tekur það lengri tíma og eftirköst geta verið meiri.  Sjá kaflann um endajaxlaaðgerðir, þær leiðbeiningar sem þar er að finna eiga einnig við um tannúrdrátt með skurðaðgerð.

Við hverju má búast eftir einfaldan tannúrdrátt?

-Mögulega getur verið smávægileg blæðing fyrsta sólarhringinn.  Athugaðu að lítið magn blóðs getur litað munnvatn svo lítur út fyrir að blæðing sé meiri en hún er í raun og veru.  

-Bólga og verkur getur verið fyrstu dagana en fer svo batnandi

-Ef tannlæknirinn þinn hefur saumað yfir úrdráttarsárið getur þurft að taka saumana eftir viku.  Oftast eru þó notaðir saumar sem eyðast og þá þarft þú ekki að koma í saumatöku.

-Að aðgerð lokinni er nauðsynlegt að kynna sér vel leiðbeiningar eftir aðgerð.

Eftir einfaldan tannúrdrátt er gott að:

Hafðu samband við tannlækninn þinn ef:

Flestir jafna sig á 7-10 dögum eftir tannúrdrátt og líkur á eftirköstum minnka verulega sé leiðbeiningum fylgt. 

Hvað kostar tannúrdráttur?

Kostnaður við tannúrdrátt er misjafn eftir erfiðleikastigi.  Einfaldur úrdráttur er ódýrari en flóknari aðgerð.  Dæmi um kostnað getur þú séð í verðlistanum okkar.  Tannlæknir getur gefið þér upp áætlaðan kostnað fyrirfram.   Skoðun og röntgenmyndataka er ekki innifalið í verðinu.  Deyfing, eftirskoðun og saumataka, ef þarf, er innifalið 

Sjúkratrygginar greiða að fullu kostnað við úrdrætti hjá börnum og stóran hluta kostnaðar hjá öldruðum og örykjum.

Ert þú með tannverk eða vangaveltur varðandi tannúrdrátt?

Við hjá Tannlæknaþjónustunni höfum áhuga á að hjálpa þér, hvort sem þú ert með hugleiðingar varðandi tannheilsu þína eða fyrirhugaðan tannúrdrátt.  Hafðu samband við okkur til að fá einstaklingsmiðaðar leiðbeiningar og ráð.